Eysteinn Örn Jónsson

Tölvunarfræðingur

Ástríðan mín felst í vefþróun, leikjahönnun og stafrænum lausnum. Ég nýt þess að vinna með öðrum og læra á nýjustu tækni til að búa til notendavænar lausnir.

Eysteinn Örn Jónsson
Aðeins um mig

Ég er forritari með brennandi áhuga á vefþróun, leikjahönnun og stafrænum lausnum. Ég er endalaust að hugsa um hvernig ég get nýtt mína tæknikunnáttu til að búa til notendavænar lausnir sem gera líf fólks auðveldara og skemmtilegra.

Eins og stendur er ég að starfa sem forritari hjá CPS Ráðgjöf að smíða Travel Agent vöruna, bakenda kerfi fyrir ferðaskrifstofur. Þar stuðla ég að þróa og hanna API endapunkta, halda utanum hýsingum á Azure og laga villur sem koma upp.

Áður fékk ég tækifæri til að vinna rannsóknarverkefni hjá Mál- og raddtæknistofu Háskóla Reykjavíkur þar sem ég tók þátt í að þjálfa gervigreind til að svara spurningum á íslensku. Svo var lokaverkefnið mitt um viðhorfsgreiningu á íslenskum ummælum með gervigreind, þar sem við þróuðum forrit sem greindi viðhorf fólks út frá texta í ummælunum.

Fyrir utan vinnu er ég venjulega að labba með hundinn, spila tölvuleiki, lesa, elda, mæta í ræktina eða skipuleggja næsta Drekar og Dýfflissu hittinginn. Einnig nýt ég þess að læra á nýja tækni eða vinna í einhverju verkefni sem tengist vefforritun eða leikjahönnun.